Heljardalur, hrossarækt
Heljardalur er ræktunarbú Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur. Þau hafa áratuga reynslu af hrossarækt en ræktun þeirra hefur hingað til verið kennd við Syðra-Holt og ræktuðu þau meðal annars heimsmeistarann Fönix frá Syðra-Holti. Inga og Toni eins og þau eru oftast kölluð eru bæði starfandi reiðkennarar við háskólann á Hólum í Hjaltadal og hafa nú flutt sig í Skagafjörðinn og kennna nú ræktun sýna við Heljardal.
Hér á eftir má sjá nokkrar af ræktunarhryssum búsins.
Inga og Toni hafa verið ötul við reiðkennslu bæði hér heima og erlendis auk þess sem Toni var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðssins í hestaíþróttum fyrir HM í Berlín en hann hefur líka verið þjálfari fyrir landslið Svía sem og Austuríkis.