Váli frá Eylandi

IS2015184082

IS2015184082

Váli er gullfallegur stóðhestur með framtíðina fyrir sér. Hann er einstaklega ljúfur og frábær í allri umgengni. Hann er samstarfsfús, þjáll og jákvæður alhliða gæðingur með gott tölt. Váli er undan Vöku frá Árbæ og Stála frá Kjarri sem hlotið hefur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Váli á hug og hjörtu allra sem í hesthúsið koma en hann er ekki bara augnakonfekt heldur er hann líka mikill sjarmur.

Í reið er Váli vinnufús og kann allar helstu fimiæfingar, hann er hágengur, gagnhreinn og frábær í samreið. Já hann er í alla staði frábær, hér er á ferð einstakt tækifæri til að eignast topp keppnishest og félaga.