Tack Shack


Tack Shack er í eigu og rekið af mæðgunum Alicia & Nikkisue Flanigan. Hjá Tack Shack er markmið að aðstoða, leiðbeina og þjónusta unnendum íslenska hestsins og bjóða upp á gæðavörur sem þær mæðgur nota persónulega og mæla með.

Í dag eru þær mæðgur að bjóða upp á vörur frá þónokkrum þekktum vörumerkjum og eru sífellt að auka við sig úrvalið. Hér fyrir neðan má sjá þau vörumerki sem þær bjóða upp á og mæla með í dag.

Þar sem Tack Shack er staðsett á einkaheimili þeirra í  Limington, Maine þá eru allar heimsóknir eftir samkomulagi við þær mæðgur sem taka einstaklega vel á móti þér á bænum sínum Fire and Ice. 
Athugið að á bænum eru hundar sem þurfa að víkja fyrir heimsóknum, til öryggis fyrir gesti sem og ökutæki þeirra. 

Verið hjartanlega velkomin til okkar.

Við erum einnig með facebook síðu https://www.facebook.com/TackShack.Me/ eins getið þið haft samband í síma +1 207-615-8556 eða e-mail [email protected]