Hestaspjallið

Alicia Flanigan er ungur og efnilegur knapi sem hefur mikinn metnað fyrir vinnu sinni með íslenska hestinum. Hún býr í Limington Maine í Bandaríkjunum og ver hún öllum stundum í tamningar og þjálfum íslenska hestsins. Alicia er 18 ára og rekur hestabúarðinn Fire & Ice í Maine ásamt móður sinni Nikkisue Flanigan.

Þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gömul þá hefur Alicia vakið mikla athygli í heimabæ sínum í Maine, þar hefur hún m.a. boðið upp á þjálfun og reiðkennslu. Alicia hefur hlotið mikil lof fyrir mikla þekkingu á íslenska hestinum sem og hæfileika til að skilja bæði þarfir hests og knapa sem gerir hana að eftirsóttum þjálfara. Fréttamiðstöðin í Maine eða News center Maine hitti Aliciu á dögunum og fylgir viðtalið þeirra við Aliciu hér með.

Alica hefur mikla næmni og skilning á tengslum knapa og hests

Alicia hefur mikinn áhuga á að dýpka enn frekar sína þekkingu á íslenska hestinum og hefur verið á íslandi til að afla sér reynslu og þekkingar. Hún hefur til að mynda kynnst íslenska hestinum í sínu upprunalandi bæði hjá Guðmarí Þór Péturssyni og Sigurði Sigurðarsyni. Hún stefnir á að komast sem fyrst aftur til Íslands til að læra meira og njóta samvista við íslenska hestinn á sínum heimavelli. Að fara í Hólaskóla er á stefnuskránni sem og að læra íslensku.

Auk þess að vera á kafi í hestum og öllu sem þeim viðkemur er hún og móðir hennar með umboð fyrir ýmislegt hestatengt s.s. reiðtygi og aðrar hestavörur sem þær selja frá búgarði sínum Fire & Ice í Maine.