Syðra Skörðugil, Hestaleiga – Hestaferðir

Við erum hjónin Elvar Einarsson, Fjóla Viktorsdóttir og búum ásamt dætrum okkar Ásdísi Ósk, Viktoríu Eik og Sigríði Elvu að Syðra Skörðugili í Skagafirði. Syðra-Skörðugil hefur verið í fjölskyldunni síðan árið 1940. Hér bjóðum við upp á gistingu, hestaleigu og hestaferðir.

Syðra-Skörðugil er í hjarta Skagafjarðar á norðurlandi. Bærinn er við þjóðveg 75 sem er á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Það er stutt að keyra frá þjóðvegi 1 við Varmahlíð.

Á Syðra-Skörðugili eru mjög skemmtilegar útreiðaleiðir, jafnt fyrir stuttar kynnisferðir sem og lengri ferðir. Þessar stuttu kynnisferðir á baki Íslenska hestinum eru einstakar og upplifun gesta einstök bæði á hestinum sem og Íslenskri náttúru.

Skagafjörður er vel þekktur fyrir alls konar afþreyingu eins og hestaferðir, rafting og fleira. Í Skagafirði eru mörg söfn, náttúrulegar sundlaugar, fossar og fjölskrúðugt fluglalíf. Þar er hægt að fara í siglingar og fjallaklifur í fallegri náttúru – eitthvað sem þú mátt ekki missa af.

Skagafjörðurinn er ennþá fallegri á hestbaki !!

Hestaferðir

Við bjóðum uppá þessar stórskemmtilegu ferðir í sumar og haust

Opið alla daga Apríl 2019 – Október 2019

Sendu okkur tölvupóst á [email protected] til þess að fá nánari upplýsingar.
Heimasíða: https://www.sydraskordugil.is/isl/index.phph