Upplýsingar og skráning

Hestaheimur.is gefur öllum jöfn tækifæri til markaðssetningar óháð því hvernig þeir koma að markaðnum s.s. áhugamenn, atvinnumenn, ræktendur eða aðrir auglýsendur hestatengdrar vöru.

Samfélag hestamanna sem unna íslenska hestinum er orðið nokkuð stórt bæði hér á landi og erlendis. Til að efla þjónustu við hestamenn og hestaheiminn allan þá tekur Hestaheimur.is skref í þá átt að sameina samfélag hestamanna og hestaheimsins á eina vefsíðu.

Áskorunin er að mæta aukinni tækninotkun almennings með því að auka miðlun og þjónustu við unnendur íslenska hestsins hér á veraldarvefnum.

Hestaheimur.is er áhugaverður miðlunar- og upplýsingavefur sem býður upp á auðveldari leit að öllu sem viðkemur íslenska hestinum og hestasamfélaginu. 

Hafir þú áhuga á að auglýsa eða miðla á síðunni hikaðu þá ekki við að hafa samband. Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þarfir markaðarins.

Þegar þú fyllir út og sendir okkur formið hér fyrir neðan vinnum við fljótt úr þeim upplýsingum sem okkur berast og birtum hér á síðunni.

Veldu það sem við á:

Eins getur þú sent okkur fyrirspurn á póstfangið okkar [email protected]