Gári frá Auðsholtshjáleigu

IS1998187054

Gári hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hann gefur sköpulag með því besta sem fram hefur komið auk þess að gefa taktgott tölt og brokk. Afkvæmi hans eru reist með allgóðan fótaburð, þau eru stórglæsileg .

Gári gefur stór hross með skarpt og þurrt höfuð, beina neflínu og vel opin augu en nokkuð djúpa kjálka og löng eyru. Hálsinn er afar reistur, herðarnar úrval og kverkin klipin. Bakið er breitt en beint og lendin öflug en heldur gróf.

Afkvæmin eru fótahá og sívalvaxin. Fætur eru einstakir, öflugir, þurrir og prúðir en réttleiki síðri. Hófar eru mjög góðir, efnisþykkir og djúpir og prúðleiki frábær. Afkvæmi Gára hafa taktgott tölt og brokk, flest afkvæmin eru alhliðageng og góðir vekringar finnast í hópnum.

Afkvæmin eru ásækin í vilja og reist með allgóðum fótaburði. Gári gefur sköpulag með því besta sem fram hefur komið, stórglæsileg og sterkbyggð hross. Hæfileikar eru yfirleitt alhliða, framgangan einörð.
H

Hér má sjá nokkur afkvæmi Gára, en þau eru einkar glæsileg, fótahá, framfalleg og hágeng.

Hæsti kynbótadómur, 2003

Kynbótamat, BLUB

SköpulagEinkunnBLUBAthugasemd
Höfuð8,0115Skarpt, þurrt
Háls, herðar og bógar
9,0126Langur, mjúkur, skásettir bógar, háar herðar
Bak og lend8,098Breitt bak, djúp og öflug lend. Beint bak
Samræmi9,0113
Fótagerð9,0132Rétt fótstaða, öflugar sinar
Réttleiki8,096Framf. útskeifir, Afturf. réttir
Hófar9,5128
Prúðleiki9,5129
Sköpulag8,87139
KostirEinkunnBLUBAthugasemd
Tölt .8,0108
Brokk8,0106
Skeið9,0116Ferðmikið og takthreint
Stökk8,5115
Vilji og geðslag9,0109Ásækni
Fegurð í reið8,5110Mikið fas
Fet7,598
Hægt tölt8,5105
Hægt stökk8,5
Hæfileikar8,47115
Aðaleinkunn8,63124

Ættartré