Krákur frá Blesastöðum

IS2002187812


Krákur hefur hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi.

Krákur gefur hross um meðallag að stærð með svipgott höfuð en oft merarskál. Hálsinn er reistur og grannur við skásetta bóga. Baklínan er prýðileg en bakið ekki breitt og lendin er jöfn og öflug.

Samræmið er mjög gott, afkvæmin eru léttbyggð, langvaxin, fótahá og sívöl. Fótagerð er undir meðallagi, fætur oft afturstæðir, sinar grannar og sinaskil lítil og útskeifni er algeng á framfótum. Hófar eru efnisþykkir og djúpir og prúðleiki í rúmu meðallagi. Krákur gefur úrvals tölt, mjúkt, rúmt, taktgott, lyftingar- og skrefmikið og takgott, skref- og lyftingarmikið brokk.

Afkvæmin stökkva mjúkt og hátt. Klárgangur er ríkjandi meðal afkvæma Kráks en góðir vekringar finnast í hópnum.

Afkvæmi Kráks eru mjög vel viljug og vakandi og bera sig vel með háum fótaburði. Krákur gefur fótahá og léttbyggð hross með úrvals tölt og mikinn fótaburð.

Krákur gefur fótahá og léttbyggð hross með úrvals tölt og mikinn fótaburð.

Hæsti kynbótadómur, 2006

Kynbótamat, BLUB

SköpulagEinkunnBBLUBAthugasemd
Höfuð8,087Fínleg eyru
Háls, herðar og bógar
8,5107Reistur, hátt settur og mjúkur
Bak og lend8,5108Mjúkt bak, jöfn lend.
Samræmi9,0108Léttbyggt og langvaxið.
Fótagerð7,087Lítil sinaskil.
Réttleiki7,595Framf: útskeifir.
Hófar8,5104Efnisþykkir
Prúðleiki8,0107
Sköpulag8,24102
KostirEinkunnBLUBAthugasemd
Tölt .9,5126Rúmt, taktgott, há fótalyfta, skrefmikið og mjúkt.
Brokk8,5119Öruggt og skrefmikið.
Skeið5,089
Stökk9,0119Ferðmikið og hátt.
Vilji og geðslag9,0119Ásækni.
Fegurð í reið9,0125Mikið fas, mikill fótaburður.
Fet6,596Skrefstutt og framtakslítið.
Hægt tölt9,0121
Hægt stökk8,5
Hæfileikar8,4115
Aðaleinkunn 8,34114

Ættartré