Sveinn Hervar frá Þúfu í Landeyjum

IS1994184553

I

Sveinn Hervar gefur vel viljug, reist og öflug klárhross með góðum fótaburði. Afkvæmi hans eru nær eingöngu klárhross með hágengu, taktgóðu tölti og brokki.

Sveinn Hervar hefur hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.G

Sveinn-Hervar gefur hross í tæpu meðallagi að stærð, höfuð er skarpt og þurrt en eyru löng. Hálsinn er reistur, langur og klipinn í kverk, herðar háar. Bakið mjúkt og breitt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt með öflugar sinar og þurra fætur en lítil sinaskil og nágenga afturfætur. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki all góður. Þau eru nær eingöngu klárhross með taktgóðu hágengu tölti og brokki. Viljinn er ásækinn en þjáll, afkvæmin fara afar vel með miklu fasi og reisingu. Sveinn-Hervar gefur vel viljug, reist og öflug klárhross með góðum fótaburði,

Afkvæmi Sveins- Hervars vekja eftirtekt hvar sem þau koma fram með miklu fasi og góðum fótaburði. Hér má sjá nokkur afkvæma hans.

Hæsti kynbótadómur, 2003

Kynbótamat, BLUB

SköpulagEinkunnBLUBAthugasemd
Höfuð8,0114Svipgott
Háls, herðar og bógar
8,0115Reistur og mjúkur.
Bak og lend8,5119Mjúkt bak og öflug lend.
Samræmi8,0104
Fótagerð8,0104Öflugar sinar en lítil sinaskil.
Réttleiki8,099Afturfætur nágegnir.
Hófar8,0109
Prúðleiki8,5108
Sköpulag8,06112
KostirEinkunnBLUBAthugasemd
Tölt .9,0118Há fótlyfta, mikið framgrip og skrefmikið
Brokk9,0116Rúmt, öruggt og há fótlyfta.
Skeið5,083
Stökk9,0124Ferðmikið og hátt.
Vilji og geðslag9,0116Ásækniog þjálni
Fegurð í reið9,0129Mikið fas, góður höfuðburður og mikill fótaburður.
Fet8,097
Hægt tölt9,0116
Hægt stökk8,8
Hæfileikar8,38109
Aðaleinkunn8,25113

Ættartré